Lambakjöt

Suðfjárrækt í sátt við land og þjóð

Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa birt myndbönd sem unnin voru fyrir samtökin.

Þau fjalla um sauðfjárrækt í breiðu samhengi. Ungir bændur og raunar landsmenn allir eru hvattir til að kynna sér efni myndbandanna sem eru mjög fræðandi og upplýsandi um störf sauðfjárbænda.

Hér til hliðar ýtið á myndina til að skoða video

Ýtið á myndina til að sjá video

 

Sauðfjárrækt

Lambakjöt upplýsingar

Gæðamat á kindakjöti byggir á því að kjötið er flokkað eftir holdfyllingu og fitu. En það eru 26 flokkar samtals. Holdfylling er metin í 5 flokka E,U,R,O og P (EUROP). E er mest holdfyllt og P síst.
Síðan eru fituflokkarnir 6 talsins, 1, 2, 3, 3+, 4 og 5 þar sem 1 er minnst fita og 5 mest fita.
Í fæstum tilfellum verið að notast við þetta flokkunarkerfi út í búð, enda er því  ætlað skv. reglugerðinni að taka til heilla skrokka og grófhluta sem sjaldnast eru til sölu út í búð.
Yfir 90% af öllu lambakjöti á Íslandi flokkast í holdfyllingarflokka U og R og innan við 2% í E og P.
Tæplega 90% í fituflokka 2 og 3, tæp 3% í fituflokk 1 og brot úr prósenti í fituflokk 5.

IMG_1395

Af hverju lambakjöt Beint frá Býli?

Svar:
1. þú veist hvaðan kjötið kemur.
2. Þú veist í hvaða gæðaflokki kjötið er.
3. Þú þekkir landið sem lambið gengur á.
4. Þú þekkir fólkið sem selur þér kjötið.

Neytendur á Íslandi geta keypt lambakjöt í verslunum og geta þeir þá valið um 1. flokk eða 2. flokk. En það finnst bændum frekar skrítið því þegar þeir leggja lömb inn til slátrunar þá fá þeir greitt eftir 26 flokka kerfi. Neytendur á Íslandi hafa ekki hugmynd um hver af þessum 26 flokkum er 1. eða 2. flokkur.

_DSC6442 (500x293)

IMG_1403

Lambakjöt upplýsingar

Lambakjötið sem við bjóðum uppá er svokölluð 7 parta sögun af heilum skrokk.
2 x læri heil, 2 x frampartur heill (bógur), 2 x slög og hryggur.
Verð pr. kg.
Hafið samband

Einnig er hægt að fá fínsögun að eigin vali og kostar hún aukalega kr. kemur bráðum á skrokk
Þá er hægt að fá frampart í súpukjöt, 2  x bógur, síðan er hægt að fá hrygg sagaðan og læri í sneiðar.

Fínsögun kostar aukalega pr. skrokk 850,

Hafið samband varðandi heimsendingu

Holdfylling á Lambakjöti

Holdfyllingaflokkar lambaskrokka (L)

E: Ágæt holdfylling. Allar útlínur mjög kúptar.
U: Mjög góð holdfylling. Útlínur að mestu kúptar.
R: Góð holdfylling. Útlínur að mestu beinar.
O: Sæmileg holdfylling. Útlínur nokkuð hvolfar.
P: Rýr holdfylling. Útlínur allar íhvolfar eða mjög íhvolfar

lamb-holdfyllingarflokkar.png

Leave a comment