Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda hafa birt myndbönd sem unnin voru fyrir samtökin.
Þau fjalla um sauðfjárrækt í breiðu samhengi. Ungir bændur og raunar landsmenn allir eru hvattir til að kynna sér efni myndbandanna sem eru mjög fræðandi og upplýsandi um störf sauðfjárbænda.