Archive for Fréttir

Lamb í okt. og folald i nóv. 2016

brask-og-brallLAMBA OG FOLALDA KJÖT TIL SÖLU
Við hjónin Ella og Stefán bjóðum uppá lambakjöt og folaldakjöt beint frá Bónda
Um er að ræða lambakjöt af nýslátruðu sem slátrað er við viðurkenndar aðstæður í sláturhúsi og 7 parta sögun. Hægt er að kaupa annaðhvort heila eða hálfa skrokka en þeir eru um 14 – 15 kg. stykkið. Einnig er hægt að fá hjá okkur Ærkjöt eða Sauði.
Sjá nánar á www.skipagerdi.is

Verð á lambakjöti pr. kg. frá 1.276,-

Verð á folaldakjöti pr. kg. frá 1.720,-

Ath. þessi verð eru af haustslátrun 2016 og eru með virðisauka.

Pantið í síma 848 6874 eða á netfangi ella@skipagerdi.is

Fyrstir koma fyrstir fá

Posted in: Fréttir, Tilboð

Leave a Comment (0) →

Allir vilja kjöt beint frá býli

LAMBA OG FOLALDA KJÖT TIL SÖLU

hausttilbod-2016

Við hjónin Ella og Stefán bjóðum uppá lamba

kjöt og folaldakjöt beint frá Bónda

Um er að ræða lambakjöt af nýslátruðu sem slátrað er við viðurkenndar aðstæður í sláturhúsi og 7 parta sögun. Hægt er að kaupa annaðhvort heila eða hálfa skrokka.

Posted in: Fréttir, Tilboð

Leave a Comment (0) →

Gamaldags heimilismatur í nýju ljósi

bjugu2Lánað frá Bændablaðinu (http://www.bbl.is/folk/gamaldags-heimilismatur-i-nyju-ljosi-/14885/)

Unnar kjötvörur þurfa ekki að vera of óhollar ef minnkað er salt, nitrit og önnur geymsluefni. Við höfum góða kæla og ferskvöru og þurfum því ekki alla þá rotvörn sem var í gömlu uppskriftunum. Það ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir kjötiðnaðinn að bregðast við því.

Bjúgu, eða sperðlar eins og sumir kalla þau, hafa löngum verið vinsæl á borðum landsmanna. Klassískt meðlæti með bjúgum eru kartöflur og uppstúf eða jafningur. Þar má gera breytingar til að hressa upp á gamlar uppskriftir, t.d. setja hollt grænmeti í jafninginn, brúna grænmetið í sméri og jafnvel láta það aðeins karmellast og bæta svo hveitinu í. Þynna síðan smjörbolluna með grænmetinu út með mjólk eða soði. Í lokin má bæta við grænkáli, spínati eða öðru meinhollu grænmeti.
Grasker eru ekki bara til skrauts því þau eru mikið notuð í kökur, súpur og jafnvel kaffidrykki. Nú er hrekkjavakan nýafstaðin og ekki seinna vænna að koma graskerjum í nytjar. Úr graskeri má útbúa ágætan eftirrétt í bland við skyr. Á Bændablaðsvefnum, bbl.is, má sjá stutt myndband af gerð þessa ágæta eftirréttar.
Bjúgnamáltíð með grænmetisjafningi
 • 800 g góð bjúgu
 • 500 g litlar kartöflur með flusi
Grænmetisjafningur
 • ½–1 kg hvítkál og annað gott grænmeti
 • 250 ml soð eða vatn
 • 250 ml mjólk
 • 30 g smjör
 • 30 g hveiti
 • ½ tsk. múskat
 • salt og pipar
 • Blandað ferskt blaðgrænmeti eins og spínat eða grænkál
Grænmetið er skorið í strimla eða litla bita, steikt í smérinu og hveiti bætt í á meðan hrært er. Soði bætt í og soðið í 2–3 mínútur. Hellið mjólk saman við og hitið að suðu. Kryddið jafninginn og berið fram.
Skyr með graskersmauki og saltstangamulningi
Fyrir kökumulning
 • 1 pakki saltstangir eða kex
 • 4 msk. smjör, brætt
 • 2 matskeiðar sykur
 • 2 matskeiðar púðursykur
Fyrir fyllingu:
 • 1 stórt box hrært vanilluskyr
 • 300 g graskersmauk (sjá uppskrift)
 • 1/2 bolli sýrður rjómi
 • 1 tsk. krydd (kanill eða vanilla)
 • 1 tsk. múskat
 • 1 peli kaldur léttþeyttur rjómi
Graskersmauk
 • 1 dós malt og appelsín eða appel­- sínusafi
 • Ögn af maple-sýrópi
Nú útbúum við lagskiptan eftirrétt úr graskeri, skyri og saltstangamulningi. Vinnið saltstangir í matvinnsluvél  í fínt duft. Bætið í  bræddu smjöri, sykri og púðursykri, og haldið áfram að blanda saman.
Setjið jafnt í átta bolla eða eina stóra skál og setjið til hliðar.
Blandið svo í potti graskeri, appelsínusafa (eða gosi) og maple-sýrópi. Sjóðið þar til graskerið er meyrt og vinnið saman í mauk.
Raðið  graskersblöndu í bolla ásamt sýrðum rjóma, skyri og smá kryddi milli laga. Geymið aðeins í kæli fyrir neyslu. Skreytið með þeyttum rjóma og smá múskati eða kanil.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Haustslátrun er hafin 2015

IMG_2405Haustslátrun er hafin þeir sem hafa áhuga á nýju lambakjöti endilega hafið samband sem fyrst.

Bestu kveðjur

Ella Bóndi

Tek á móti pöntunum á netfang ella(hjá)skipagerdi.is

Af hverju lambakjöt Beint frá Býli?

Svar:

 • þú veist hvaðan kjötið kemur.
 • Þú veist í hvaða gæðaflokki kjötið er.
 • Þú þekkir landið sem lambið gengur á.
 • Þú þekkir fólkið sem selur þér kjötið.

Neytendur á Íslandi geta keypt lambakjöt í verslunum og geta þeir þá valið um 1. flokk eða 2. flokk. En það finnst bændum frekar skrítið því þegar þeir leggja lömb inn til slátrunar þá fá þeir greitt eftir 26 flokka kerfi. Neytendur á Íslandi hafa ekki hugmynd um hver af þessum 26 flokkum er 1. eða 2. flokkur.

Posted in: Fréttir

Leave a Comment (0) →

Haustslátrun er hafin 2014

Beint frá bondaHaustslátrun er hafin þeir sem hafa áhuga á nýju lambakjöti endilega hafið samband sem fyrst.

Bestu kveðjur

Ella Bóndi

Tek á móti pöntunum á netfang ella(hjá)skipagerdi.is

Af hverju lambakjöt Beint frá Býli?

Svar:

 • þú veist hvaðan kjötið kemur.
 • Þú veist í hvaða gæðaflokki kjötið er.
 • Þú þekkir landið sem lambið gengur á.
 • Þú þekkir fólkið sem selur þér kjötið.

Neytendur á Íslandi geta keypt lambakjöt í verslunum og geta þeir þá valið um 1. flokk eða 2. flokk. En það finnst bændum frekar skrítið því þegar þeir leggja lömb inn til slátrunar þá fá þeir greitt eftir 26 flokka kerfi. Neytendur á Íslandi hafa ekki hugmynd um hver af þessum 26 flokkum er 1. eða 2. flokkur.

 

Posted in: Fréttir, Tilboð

Leave a Comment (0) →
Page 1 of 2 12