Lambakjöt upplýsingar

_DSC6442 (500x293)Gæðamat á kindakjöti byggir á því að kjötið er flokkað eftir holdfyllingu og fitu. En það eru 26 flokkar samtals. Holdfylling er metin í 5 flokka E,U,R,O og P (EUROP). E er mest holdfyllt og P síst.
Síðan eru fituflokkarnir 6 talsins, 1, 2, 3, 3+, 4 og 5 þar sem 1 er minnst fita og 5 mest fita.
Í fæstum tilfellum verið að notast við þetta flokkunarkerfi út í búð, enda er því  ætlað skv. reglugerðinni að taka til heilla skrokka og grófhluta sem sjaldnast eru til sölu út í búð.
Yfir 90% af öllu lambakjöti á Íslandi flokkast í holdfyllingarflokka U og R og innan við 2% í E og P.
Tæplega 90% í fituflokka 2 og 3, tæp 3% í fituflokk 1 og brot úr prósenti í fituflokk 5.

Leave a Reply

Your email address will not be published.