Haustslátrun er hafin 2015

IMG_2405Haustslátrun er hafin þeir sem hafa áhuga á nýju lambakjöti endilega hafið samband sem fyrst.

Bestu kveðjur

Ella Bóndi

Tek á móti pöntunum á netfang ella(hjá)skipagerdi.is

Af hverju lambakjöt Beint frá Býli?

Svar:

  • þú veist hvaðan kjötið kemur.
  • Þú veist í hvaða gæðaflokki kjötið er.
  • Þú þekkir landið sem lambið gengur á.
  • Þú þekkir fólkið sem selur þér kjötið.

Neytendur á Íslandi geta keypt lambakjöt í verslunum og geta þeir þá valið um 1. flokk eða 2. flokk. En það finnst bændum frekar skrítið því þegar þeir leggja lömb inn til slátrunar þá fá þeir greitt eftir 26 flokka kerfi. Neytendur á Íslandi hafa ekki hugmynd um hver af þessum 26 flokkum er 1. eða 2. flokkur.

Leave a Comment (0) →

Haustslátrun er hafin 2014

Beint frá bondaHaustslátrun er hafin þeir sem hafa áhuga á nýju lambakjöti endilega hafið samband sem fyrst.

Bestu kveðjur

Ella Bóndi

Tek á móti pöntunum á netfang ella(hjá)skipagerdi.is

Af hverju lambakjöt Beint frá Býli?

Svar:

  • þú veist hvaðan kjötið kemur.
  • Þú veist í hvaða gæðaflokki kjötið er.
  • Þú þekkir landið sem lambið gengur á.
  • Þú þekkir fólkið sem selur þér kjötið.

Neytendur á Íslandi geta keypt lambakjöt í verslunum og geta þeir þá valið um 1. flokk eða 2. flokk. En það finnst bændum frekar skrítið því þegar þeir leggja lömb inn til slátrunar þá fá þeir greitt eftir 26 flokka kerfi. Neytendur á Íslandi hafa ekki hugmynd um hver af þessum 26 flokkum er 1. eða 2. flokkur.

 

Leave a Comment (0) →

Neytendum sé ljós uppruni matvæla

 

gulli þórMikilvægt er að tryggja að neytendur viti hver uppruni þeirra landbúnaðarvara sem þeir festa kaup á og neyta er. Engan veginn er ásættanlegt að erlendar landbúnaðarafurðir séu fluttar inn til landsins og seldar sem íslenskar. Með því er verið að blekkja neytendur. Breið samstaða var um þessi sjónarmið við sérstaka umræðu á Alþingi í dag um innflutning á landbúnaðarafurðum en málshefjandi var Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Gagnrýndi hann harðlega sölu erlendra landsbúnaðarvara hér á landi á þeim forsendum að um íslenskar vörur væri að ræða. Ekki væri í raun hægt að gera íslenskum landbúnaði neitt verra enda fælist staða og styrkleiki hans í gæðum þeirrar vara sem hann framleiddi.

Til að mynda væri minna notað af lyfjum við framleiðslu þeirra en í þeim löndum sem Íslendingar bæru sig saman við í þessum efnum. Guðlaugur gerði einnig tiltölulega hátt verðlag á Íslandi að umtalsefni sínu og lágt afurðaverð til bænda. „Það er eitthvað snúið ef við erum með kerfi sem er þannig að við séum með tiltölulega há verð til neytenda en hins vegar fái bændur mun minna heldur en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Við þurfum að skoða það sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars. Hrósaði hann framtakinu Beint frá býli og sagði frábært að geta þannig vitað hvaðan matvælin kæmu sem neytt væri. Það skipti ekki aðeins máli fyrir hefðbundna neytendur heldur einnig ferðaþjónustuna

Sigurður IngiReglur væntanlegar um upprunamerkingar

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var til andsvara og tók undir það að ekki væri ásættanlegt að fluttar væru inn landbúnaðarafurðir og þær seldar hér á landi sem íslenskar. Unnið væri að innleiðingu regla frá Evrópusambandinu í atvinnuvegaráðuneytinu um upprunamerkingar landbúnaðarvara sem taka ættu gildi í desember næstkomandi. Ráðherra sagði ennfremur æskilegt að meiri gegnsæi ríkti í álagningu á landbúnaðarvörum frá því að varan færi frá bændum og til neytenda.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði jákvætt að unnið væri að innleiðingu regla frá Evrópusambandinu um upprunamerkingar landbúnaðarvara. Mörg jákvæð skref hefðu verið tekin hér á landi fyrir hagsmuni neytenda með löggjöf frá sambandinu í gegnum EES-samninginn. Sigurður Ingi benti á að ekki væri nauðsynlegt að slíkar reglur kæmu frá Evrópusambandinu og nefndi frumvarp sem lægi fyrir í þinginu frá þingmönnum Framsóknarflokksins sem tæki að hluta til á þessu máli.

Leave a Comment (0) →

Slegist um Hrútaskrána á elliheimilum

h4Hrútaskránni er vel fagnað ár hvert og nú liggja sauðfjárbændur yfir „bíblíu“ sinni næstu daga og íhuga úr hvaða hrút er best að panta sæði til að fá lömbin, sem fæðast næsta vor, sem best.
„Það er alltaf mikill spenningur fyrir Hrútaskránni. Þetta er eitt mest lesna rit landsins á þessum árstíma og ekki bara hjá bændum því það er til dæmis rifið út á elliheimilunum,“ segir Torfi Bergsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og umsjónarmaður hrútanna á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.
En það er gott að vera nettengdur þá getur þú hlaðið henni niður og skoðað í rólegheitum ýtið á myndina hér til hliðar.

Leave a Comment (0) →

Beint frá Býli

bfb_jpg_webVið erum aðilar að samtökunum Beint frá Býli.

Beint frá býli, félag heimavinnsluaðila er félag bænda sem stunda eða hyggjast stunda sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi.

Tilgangur hins nýja félags er að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

Leave a Comment (0) →
Page 2 of 3 123