Slegist um Hrútaskrána á elliheimilum

h4Hrútaskránni er vel fagnað ár hvert og nú liggja sauðfjárbændur yfir „bíblíu“ sinni næstu daga og íhuga úr hvaða hrút er best að panta sæði til að fá lömbin, sem fæðast næsta vor, sem best.
„Það er alltaf mikill spenningur fyrir Hrútaskránni. Þetta er eitt mest lesna rit landsins á þessum árstíma og ekki bara hjá bændum því það er til dæmis rifið út á elliheimilunum,“ segir Torfi Bergsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands og umsjónarmaður hrútanna á Sauðfjársæðingastöð Vesturlands.
En það er gott að vera nettengdur þá getur þú hlaðið henni niður og skoðað í rólegheitum ýtið á myndina hér til hliðar.