Kindur slide

Margir þættir hafa áhrif á bragð og gæði lambakjöts, svo sem kyn lambsins, aldur, fæðan sem það hefur fengið, slátrunin sjálf og meðferð eftir slátrun. Í úthöfum étur lambið villijurtir með meiru og er hægt að halda því fram að það kryddi sig í rauninni sjálft.
Íslenskt lambakjöt vekur undrun útlendinga en aðal skýringinn á því er að erlendis eru lömb mun eldri þegar þeim er slátrað. Einnig er íslenskt lambakjöt laust við hormóna og sýklalyf, sem tíðkast oft að gefa þeim erlendis.
Allt kjöt er skoðað af dýralæknum, slátrun og kjötvinnsla er undir ströngu gæðaeftiliti.
Oft er kjöt fryst of fljótt eftir slátrun og við það stöðvast meyrnunin en hún heldur áfram þegar kjötið þiðnar.
Því er best að þíða það í ísskáp í nokkra sólarhringa fyrir matreiðslu. Þannig fæst meyrt og gott kjöt

Leave a Comment (0) ↓